Pantanir og afhendingartími
Kaupandi fær alltaf sendan staðfestingarpóst um kaup sín í netverslun. Við afgreiðum pantanir sem berast í gegnum vefverslun innan þriggja sólarhringa frá pöntun.

Verð á vöru og sendingakostnaður
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram. Við sendum allar vörur með Íslandspósti beint heim að dyrum. Sendingakostnaður er Kr.400.

Greiðsluleiðir
Boðið er upp á að greiða með banka millifærslu Netgírói og greiðslukorti. Þú greiðir fyrir vöruna í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor í Ynja.is netverslun. Þegar um millifærslu er að ræða hefur kaupandi sólarhring frá því pöntunin er gerð til þess að ganga frá greiðslu í gegn um banka.Sé greiðsla ekki móttekin innan þess tíma mun pöntunin eyðast. Þegar greitt er með Netgíró þarf að skrá sig inn á www.netgiro.is með kennitölu og lykilorði. Þegar gengið hefur verið frá kaupunum mun reikningur frá Netgíró birtast í netbanka með allt að 14 daga vaxtalausum greiðslufresti.

Að skipta og skila vöru
Við tökum alltaf við vörum séu þær enn í sölu hjá okkur og skiptum við viðkomandi, engin tímatakmörk eru á því. Varan verður að vera í umbúðum og eins og ný. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda. Við endurgreiðum eingöngu ef um gallaða vöru er að ræða.

Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup Nr.48/2003.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Hafa samband
Velkomið er að hafa samband í gegn um netfangið ynja@ynja.is eða í síma 544-4088 ef einhverjar spurningar vakna.

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.